12.02.1951
Efri deild: 67. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (2824)

76. mál, áfengislög

dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Ég var ekki kominn inn í hv. deild, þegar atkvgr. hófst, en hefði talið heppilegast, ef hægt hefði verið að sameina brtt. hæstv. forseta við brtt. á þskj. 618, en ef svo er ekki, hvort ekki megi taka þá brtt. upp. — Vil ég benda á, að brtt. eru við sitt hvort atriðið, og brtt. hæstv. forseta er við það, sem ég tel, að sé fólgið í greininni nú þegar. Og vil ég spyrja forseta, hvort hann sé því ekki samþykkur, að taka megi upp þessi orð: „Nú finnst áfengi í bifreið, og skal þá, ef sterkar líkur þykja fyrir því, að það sé ætlað til ólöglegrar sölu“ — —. Annars má koma þessu að og flytja brtt. við 3. umr.