16.11.1950
Efri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (302)

21. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Það hefur komið fram við nánari athugun á frv., að það fellur ekki inn í lögin rétt, eins og það er orðað, og vil ég því leggja fram örlitla breytingu. Er hún um það, að þar sem stendur í frv. nú: „Hafi enn fremur 3 ár samtals verið alþingismaður, skrifstofustjóri Alþingis eða fulltrúi í skrifstofu þess, skrifstofustjóri eða fulltrúi í stjórnarráðinu, fulltrúi héraðsdómara, þar á meðal borgardómara, borgarfógeta og sakadómara í Reykjavík, eða fulltrúi lögreglustjórans þar, lögreglustjóri eða bæjarstjóri, ritari forseta Íslands“, bætist nú við: bankastjóri — o.s.frv.

Leyfi ég mér að leggja fram þessa brtt. til forseta.