23.01.1951
Efri deild: 54. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í C-deild Alþingistíðinda. (3057)

38. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Það er að vísu alveg rétt, sem hv. 4. þm. Reykv. segir, að ályktunin í báðum till. er sú sama, að taka fyrir næsta mál á dagskrá. En eins og ég benti á áðan, þá er í till. hv. 4. þm. Reykv. sjálfstæður rökstuðningur, sem á ekkert skylt við rökstuðninginn á þskj. 512. Og þó að lokatakmarkið sé það sama í báðum till., að taka fyrir næsta mál á dagskrá, þá er ekki borin fram nein brtt. um það. Brtt., ef um brtt. er að ræða, er um rökstuðninginn, og er ekki ástæða til að endurtaka það, sem ég sagði áðan, en þar sem hann er alveg án hliðsjónar af rökstuðningi upphaflegu till., er hér um sérstaka till. til rökst. dagskrár að ræða og því rétt að fara með þetta eins og 2 sjálfstæðar till., og bera fyrst upp þá, sem fyrst kom fram, og síðar, ef hún fellur, hina, sem síðar kom. En eins og ég tók fram áðan, eru menn, sem ég veit að bera gott skyn á þessi mál, ekki sammála. Þess vegna vil ég ekki taka mér hér neitt einræðisvald, og því mun ég bera þetta undir hæstv. deild, ef hún óskar þess, og þykkjulaust af minni hálfu, þó að það verði fellt.