08.12.1950
Neðri deild: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 123 í C-deild Alþingistíðinda. (3148)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vil segja nokkur orð út af þeim aths., sem hér hafa verið látnar falla um þessar brtt. Flestum finnst þær fremur ómerkilegar, og get ég vel viðurkennt það. — Það má raunar segja, að svo sé um margt í þessu frv., að það gæti fremur átt heima í reglugerð en lögum. Það er æði oft álitamál, hvar á að setja mörkin á milli lagasetningar og reglugerðar. Svo er bæði um þetta frv. og önnur. — Hvað snertir 1. brtt., um það, hver beri ábyrgð á gæzlu vélarinnar, er það að segja, að það getur ekki verið neitt vafamál, — það er greinilega eigandi vélarinnar. — Um 2. brtt. get ég fallizt á, að margt sé rétt í þeim aths., sem fram hafa komið í sambandi við hana. Ég legg ekkert kapp á, að hún verði samþ.

Viðvíkjandi 3. brtt., að þar væri verið að draga úr örygginu, — á það get ég ekki fallizt. Ég legg til, að verkamenn tilkynni það yfirmanni sínum, ef eitthvað er að, en lagfæri það hins vegar ekki sjálfir. Það getur beinlínis verið hættulegt í sumum tilfellum, ef menn, sem hafa ekki næga þekkingu á þessum hlutum, fara að lagfæra vélarnar. Hér er því miklu fremur verið að auka öryggið en draga úr því. — Þá tel ég 11. gr. til bóta frá því, sem nú er. — Ég vil gjarnan ganga til móts við flm. og tek aftur 2. brtt. mína á þskj. 292.