19.02.1951
Efri deild: 74. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í C-deild Alþingistíðinda. (3243)

96. mál, fjárhagsráð

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Mér heyrðist forseti segja áðan, að það gætu ekki verið margir dagar eftir af þinginu. Þess vegna get ég ekki fallizt á að fresta þessu máli lengur, þar sem nú er líka liðinn mánuður, sem stjórnin hefur haft málið til athugunar. Þeirri athugun er ekki lokið enn þá, og þykir mér ólíklegt, að henni verði lokið á morgun. Mér heyrðist á forseta, að hann ætlaði ekki að láta þetta stranda. Það ætti að vera hægt að ljúka umr. í dag, þó að stjórnin óski þess, að atkvgr. sé frestað. Það skiptir ekki svo miklu máli.