19.10.1950
Neðri deild: 5. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í C-deild Alþingistíðinda. (3388)

14. mál, gengisskráning o.fl.

Flm. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Út af síðustu orðunum, að ekki sé sárara fyrir almenning að bera byrðarnar, þegar Alþfl. er í stjórnarandstöðu heldur en annars, þá er því nú einmitt þannig háttað, að það er sárara að bera byrðarnar þá, því að þá gætir áhrifa hans ekki á öðrum sviðum. Það, sem sætti almenning við byrðarnar 1939 og 1948, var það, að Alþfl. gat gert ráðstafanir til að létta þær nokkuð, en nú er slíku ekki til að dreifa, og því eru þær svo sárar.