08.01.1951
Sameinað þing: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í D-deild Alþingistíðinda. (3921)

92. mál, skömmtun á byggingarvörum

Flm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Þegar svo var komið máli, að umr. var frestað, þá hafði ég að vísu lokið framsögu minni og hv. 2. þm. Reykv. hafði talað fyrir brtt., sem hann lagði þá fram. Ég hafði gert það að till. minni, að málinu yrði vísað til hv. allshn., en þá var umr. frestað, og veit ég ekki, hvort nokkrir voru þá á mælendaskrá eða hvers vegna sú frestun var gerð. Ég hef ekkert nýtt fram að færa í þessu máli nú, en vil aðeins leyfa mér að æskja þess, að það megi hljóta þinglega afgreiðslu og tekið verði til, þar sem frá var horfið.