19.01.1951
Sameinað þing: 31. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1555 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

28. mál, Stýrimannaskólinn

forseti (JPálm):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá varaformanni Sjálfstæðisflokksins, dags. í dag:

„Með því að Eiríkur Einarsson, 2. þm. Árn., er veikur og getur því ekki gegnt þingstörfum næstu vikur, leyfi ég mér samkvæmt beiðni hans að óska þess, með skírskotun til 144. gr. l. nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður, Sigurður Ó. Ólafsson kaupmaður, Selfossi, taki sæti á þingi í veikindaforföllum hans.

Virðingarfyllst,

f. h. Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson.“

Samkvæmt þessu tekur Sigurður Ó. Ólafsson nú sæti 2. þm. Árn. á þingi, og vil ég leyfa mér að bjóða hann velkominn til starfa.