06.02.1951
Sameinað þing: 38. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1559 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

Stjórn áburðarverksmiðju

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins út af þessu bréfi leyfa mér að spyrja, hvort það væri rétt skilið af mér, að ríkisstj. sé búin að taka þá ákvörðun að áburðarverksmiðjan skuli verða rekin sem hlutafélag, þannig að það fé, sem á að leggja fram, sé þegar fengið og á þessu geti engin breyting orðið, enda þótt lögunum um áburðarverksmiðju væri breytt. En staðreynd er, að fyrri hluti þeirra l. er alls ekki miðaður við það, að hér sé um hlutafélag að ræða; hann gerir ráð fyrir því, að verksmiðjan sé eign ríkisins. 13. greinin, sem bætt var inn í l., var flausturslega samin og er í mótsögn við fyrri hluta laganna.