28.11.1950
Efri deild: 27. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

90. mál, sala Vatnsleysu í Viðvíkursveit

Gísli Jónsson:

Ég vil taka það fram, að ég flutti mína brtt. ekki til að tefja þetta mál, sem hér er á ferð, og ég vil með ánægju taka till. til baka til 3. umr. Og ef það þætti heppilegra, að þetta kæmi fram í sambandi við 82. mál, sem liggur fyrir Nd., þá get ég fallizt á það. (Landbrh.: Það er ekkert því til fyrirstöðu, að þetta mál verði rannsakað á milli umr. ) Þá vil ég taka till. mína aftur til 3. umr., og ég vil á engan hátt torvelda framgang þessa máls, sem hér liggur fyrir. En ég vænti þess þá, að fyrir liggi upplýsingar um málið, er það kemur til 3. umr., og ég er reiðubúinn að ræða við hv. nefnd og veita frekari upplýsingar.