13.12.1950
Neðri deild: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í B-deild Alþingistíðinda. (673)

5. mál, tollskrá o.fl.

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. l~g vildi aðeins segja nokkur orð út af ræðu hæstv. fjmrh., en þau munu aðeins verða mjög fá, af því að hæstv. ráðh. er nú sem stendur í Ed., og auk þess gefur ræða hans um athugasemdir mínar ekki mikið tilefni til andsvara. Hæstv. ráðh. andmælti ekki með einu einasta orði, að það væri álíka mikil upphæð, sem aukinn ágóði af áfengis- og tóbakssölu næmi á þessu ári, eins og hæstv. ráðh. taldi að nú þyrfti að setja inn á fjárl., og þó að heildarniðurstaðan væri ekki glæsileg, þá væru tekjur af þessum sökum um 10–20 millj. kr. hærri 1951 en áætlað er. Og með tilvísun til fyrri orða minna tel ég, að allt, sem ég sagði, standi óbreytt.