14.12.1950
Efri deild: 39. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

9. mál, tekjuskattsviðauki, lækkun skatts af lágtekjum o.fl.

Hannibal Valdimarason:

Þótt ég álíti, að hæstv. ríkisstjórn sé óþarflega frek til skattanna, þá vil ég samt, að hún hafi aðstöðu til að innheimta þá. Hér virðist mér farið fram á að hafa dráttarvexti lægri en menn þurfa að borga af bankalánum, og mundu því ekki skapa nægilegt aðhald um greiðslu, og segi því nei.