12.11.1951
Efri deild: 27. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

50. mál, sauðfjársjúkdómar

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það er þannig með þennan hv. þm., að hann er kunnur að því að vera sauðþrár, ef hann tekur eitthvað í sig, og stangast eins og hrútur, renna beint eins og þeir. Það gerir hann einnig núna, eftir að búið er að upplýsa það, að gert var við girðinguna í Steingrímsfirði í sumar. (HV: Í sumar? Það var ekki búið á sambandsþingi bænda í Bjarkarlundi í septemberlok.) Ég get ekki að því gert, þó að hv. þm. mótmæli. En eftir upplýsingum frá sauðfjárveikivarnan. er þetta haft.