01.11.1951
Neðri deild: 21. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

83. mál, Iðnaðarbanki Íslands hf

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta mál hefur verið til ýtarlegrar meðferðar í hv. iðnn. bæði á siðasta þingi og eins nú. Á þessu þingi hefur það þegar verið rætt á fleiri fundum n., og n. hefur fengið þangað til viðtals hæstv. iðnmrh. og form. bankamálanefndar. Ég sé ekki minnstu ástæðu til að vísa málinu til n., sem hefur haft það til ýtarlegrar athugunar. og till. hv. þm. V-Húnv. getur ekki verið í öðru skyni gerð en að tefja framgang málsins. Ég vildi því mælast til þess, að hv. dm. greiði atkvæði á móti tillögunni.