07.12.1951
Efri deild: 39. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (1667)

37. mál, heimilishjálp í viðlögum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Ég vil leyfa mér að bera fram þá brtt., sem ég hef afhent hæstv. forseta. Ég skil það vel, að hæstv. fjmrh. er andvígur þessari till., en þá er hér aðeins um sýndarfrv. að ræða. Það er þá verið að leyfa sveitarfélögunum það, sem þau mega gera án þessa frv. Þeir, sem vilja, að frv. komi að gagni, hljóta að vera með þessari brtt. Væri annars nær að segja, að fjárhagur ríkisins leyfði ekki, að þetta góða hugsjónamál næði fram að ganga.