11.01.1952
Neðri deild: 56. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

37. mál, heimilishjálp í viðlögum

Frsm. (Kristín Sigurðardóttir):

Herra forseti. Þetta frv. um heimilishjálp í viðlögum er komið til Nd. aftur frá Ed., þar sem því var breytt. Breytingin er fólgin í 7. gr., þar sem áður var gert ráð fyrir, að ríkissjóður greiddi 1/3 af þeim halla, sem kynni að verða, en þó mætti það aldrei fara fram úr 100 þúsundum. Ed. hefur nú numið burt þetta 100 þús. kr. takmark, og þess vegna hefur málinu verið vísað til heilbr.- og félmn. N. hefur athugað málið og samþ. að mæla með því, að frv. verði samþ. eins og það er nú.