22.11.1951
Efri deild: 32. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (2174)

109. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Ég vil minna hv. þdm. á það, að við 1. umr. er ekki gert ráð fyrir, að einstakar gr. frv. séu ræddar, heldur heildarstefna þeirra mála, sem til umræðu eru hverju sinni. Ég gerði ekki athugasemd við ræðu þess hv. þm., sem síðast talaði, en leyfi mér að minna á, að það á ekki við við 1. umr., að einstök atriði frv. séu rædd, en það er hins vegar venja, er málin koma frá n., að einstök atriði séu þá rædd við 2. umr. málsins.