18.01.1952
Neðri deild: 62. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (2282)

109. mál, skipun prestakalla

Skúli Guðmundsson:

Hæstvirtur forseti vor (SB) telur sennilega, að hann sé búinn að vinna svo vel að veraldlegri og andlegri velferð kjósenda sinna í Norður-Ísafjarðarsýslu, að þar sé ekki frekari þörf fyrir starfskrafta hans hina miklu, og þess vegna bregður hann sér nú norður á Vatnsnes í leit nýrra verkefna. Líklega á ég að vera þakklátur fyrir, að hann vill hlynna að andlegri velferð fólksins í mínu kjördæmi, en með því að ég tel enga þörf á þessari breyt. á frv. því, sem hér liggur fyrir, þá segi ég nei.