22.01.1952
Efri deild: 68. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (2302)

109. mál, skipun prestakalla

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér fyndist ekki óeðlilegt, að þetta mál væri rætt nokkuð, áður en þessi athugun fer fram, og menntmn. gert ljóst, hvaða breyt. kynnu að koma fram, því þótt vitað sé um glöggskyggni n. og góðvilja, þá má ekki hæstv. ráðh. dæma alla aðra þm. úr leik í þessari deilu, og það kynni að hjálpa þessu máli áfram, ef n. veit, hvað hún þarf að ræða við menntmn. Nd. Ég hef hugsað mér að bera fram brtt., og fer það eftir svari hæstv. ráðh., hvort ég get fylgt málinu. Þetta er eðlilegri meðferð en að n. tali saman og síðan verði miklar umr. um málið, sem gætu orðið til þess að tefja það.