18.01.1952
Efri deild: 64. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í C-deild Alþingistíðinda. (2355)

70. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Hv. þm. Barð. var hneykslaður á því, hvað ég hafði stutta framsöguræðu fyrir nál. meiri hl. um þetta mál. En við áttum nokkur orðaskipti um málið í fyrra, og þá hafði ég um það orð, sem hann hefur ekki getað gleymt og endurtekur nú hvað eftir annað, en það var, að málið væri „skemmtileg fjarstæða“. Og ég held því enn fram, að þetta mál sé „skemmtileg fjarstæða“. Ég hef haft gaman af því, og hv. flm. þess hefur sýnt í því rökfimi sína og sagt margt skemmtilegt, sem vakið hefur athygli, þó að frv. sé engu minni fjarstæða eftir sem áður. Það má deila um skattal. endalaust, en lengri deilur eru óþarfar nú. Þau verða endurskoðuð.

Málið er sjálfdautt, og engin ástæða til þess að halda langar ræður og níðast á takmörkuðum tíma deildarinnar með umræðum um dauðan hlut, þótt skrýtinn sé hann og skemmtilegur — og skapara sínum harmdauði.