17.01.1952
Sameinað þing: 34. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í D-deild Alþingistíðinda. (3246)

151. mál, orlof farmanna

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég get látið fá orð nægja varðandi þessa þáltill. Hún er fram komin á sama hátt og ég gat um áðan í sambandi við þá till., sem þegar hefur verið afgreidd. [Félagafrelsi verkamanna og vinnuveitenda.] Þessi samþykkt virðist vera fullkomlega í samræmi við okkar reglur um orlof, og þarf því engu að breyta, þó að við gerumst aðilar að henni. M. a. af þeim ástæðum og af því, að rn. álítur það styrk okkar félagsmálum, að við getum sýnt, að við stöndum eins framarlega og aðrar þjóðir hvað snertir félagafrelsi, er þess óskað, að þessi alþjóðasamþykkt verði afgr. hér. Og samkv. orlofslögunum er ekki vafi á, að hún er í fullu samræmi við íslenzk lög, og þar sem hv. Alþingi, féllst á að afgreiða hina till. án þess, að hún færi til n., vænti ég, að svo verði einnig nú, svo að ekki þurfi að fresta umr.