26.11.1951
Neðri deild: 33. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

6. mál, togarakaup ríkisins

Emil Jónsson:

Herra forseti. Það er síður en svo, að ég hafi nokkuð við það að athuga, þó að þessari umr. verði frestað, svo að nefndin geti athugað þessa brtt. Hins vegar varðandi það, hvaða aðilar það séu, sem þessarar ábyrgðar óski, þá er það alveg rétt hjá hv. þm. V-Húnv., að það er ekkert óeðlilegt, að það liggi fyrir, hverjir það eru, sem þessarar ábyrgðar óska. En það er nú svo, að í þessu frv. er ekkert sagt, hverjir það séu, og samdi ég þessa viðbótartill. með tilliti til þess. Hins vegar skal ég gefa nefndinni allar þær upplýsingar, sem ég get, um þetta, og ég get þegar sagt það, að ég veit um að minnsta kosti tvo menn, sem þessa ábyrgð vilja nota, og mér þykir ekki ólíklegt, að það muni finnast fleiri. Ég gerði þetta sem sagt af ráðnum hug að nefna ekki þessa menn, þar sem það var ekki gert í frv.