19.12.1951
Sameinað þing: 26. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1952

Forseti (JPálm):

Þá er fundi fram haldið. Ég vil biðja hv. þm. Snæf. og hv. þm. A-Sk. að gegna skrifarastörfum.

Það hafa fyrir óaðgætni flm. orðið eftir tvær brtt., sem mér hafa borizt hér skriflega.

Sú fyrri er frá Rannveigu Þorsteinsdóttur, Gunnari Thoroddsen, Gylfa Þ. Gíslasyni og Einari Olgeirssyni, svo hljóðandi: [Sjá þskj. 526].

Hin till. er frá Haraldi Guðmundssyni og Hannibal Valdimarssyni við brtt. á þskj. 522 og er svo hljóðandi: [Sjá þskj. 527].

Þessar till. eru skriflegar og of seint fram komnar, og þarf því afbrigði.