15.01.1952
Efri deild: 59. fundur, 71. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

35. mál, forgangsréttur til embætta

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég bið afsökunar á því, að ég þarf nú sem stendur að vera til skiptis í báðum deildum. — Þetta eru aðeins nokkur orð í sambandi við brtt. Ég hef ekkert við brtt. menntmn. að athuga, þótt þær komi undir l. frá 1911, sökum þess að hér er ekki um neinar meginmálsbreytingar að ræða. Hins vegar hef ég flutt brtt. á þskj. 601 um það, að í stað orðanna „forgangsrétt til kennslu í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum“ komi: forgangsrétt til kennslu í íslenzkri tungu, íslenzkum bókmenntum og Íslandssögu. — Þetta er það, sem stóð upphaflega í frv., en hefur verið fellt niður í meðferð n. á málinu. Ég vil mælast til þess, að d. taki þetta atriði inn í frv. aftur, þannig að forgangsrétturinn nái einnig til kennslu í Íslandssögu. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir, en ég tei, að úr því að forgangsréttur er gefinn, þá eigi Íslandssaga einnig að vera þarna með.