23.01.1953
Neðri deild: 56. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (1018)

42. mál, verðlag

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er aðeins út af ágreiningi, sem orðið hefur milli hv. 3. landsk. og hv. þm.a.- Húnv. um till. hv. þm. A-Húnv. á þskj. 569. Ég held það sé rétt, eftir það, sem fram kemur hjá 3. landsk. og fram hefur komið í ræðu hv. þm. A-Húnv., að leiðrétta till. þannig, að í stað þess, eins og segir í upphafi:

„Verðgæzlustjóri skal á þriggja mánaða fresti birta skýrslu um útsöluverð á öllum helztu nauðsynjavörum,“ — þá komi, að á 3 mánaða fresti skuli birta skýrslur, er sýni hæsta og lægsta útsöluverð á öllum helztu nauðsynjum. Hef ég borið mig saman við flm. um þetta atriði, og féllst hann á, að það sé einnig það, sem til er ætlazt. Ég vildi þess vegna leyfa mér að flytja við þetta skriflega brtt., að í staðinn fyrir orðið „um“ þarna í upphafi brtt. komi orðin: er sýni hæsta og lægsta. — Þannig held ég, að orðalagið falli saman.