18.12.1952
Efri deild: 43. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (1632)

189. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það er nú augljóst orðið, að ekki verður hægt að ganga frá fjárlögum fyrir áramót. Er þá nauðsynlegt að heimila stj. að greiða óhjákvæmileg útgjöld, þótt fjárl. séu ekki samþ. Er farið fram á það í þessu frv. Það er samhljóða frv., sem hér hafa verið flutt, eða réttara sagt samhljóða löggjöf, sem hér hefur verið sett áður á Alþ. um sams konar efni.

Ég veit ekki, hvort það á að gera till. um, að þetta fari til n. Ég hafði nú ekki hugsað mér það, því að það fór nú í gegnum hv. Nd. án þess, og vildi nú frekast fara fram á það, að menn afgreiddu það án nefndar.