11.12.1952
Efri deild: 38. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1225 í B-deild Alþingistíðinda. (1680)

118. mál, hundahald

Forseti (BSt):

Ég tel, að þetta mætti vel gera, því að tollstjóri eða eitthvert yfirvald í Reykjavík a.m.k. er þarna hliðstætt bæjarfógetum, og komi ekki fram brtt., þá mun þetta verða leiðrétt í prentun, úr því að þessu er hreyft hér, ef enginn hreyfir þá andmælum gegn því. En á hinn bóginn sé ég ekkert á móti því, eins og ég sagði áðan, þar sem líkur eru til, að frv. taki breyt. hvort sem er, að til þess að taka af öll tvímæli sé borin fram um þetta brtt. við 3. umr. Það tefur ekki málið neitt.

Þessu hefur verið hreyft hér, og ef enginn mælir gegn því, þá mun ég skoða þetta sem leiðréttingu.