02.02.1953
Efri deild: 62. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (1927)

121. mál, sjúkrahús o. fl.

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Það er bara vegna þess, að ég hafði ekki hjá mér þskj. 695, sem er brtt. frá hv. þm. Barð. um það, að aftan við 1. efnismálslið 1. gr. laganna bætist nýr málslíður, þannig hljóðandi: „Í kostnaði við að reisa sjúkrahús eða sjúkraskýli er innifalið andvirði nauðsynlegs húsbúnaðar, áhalda og lækningatækja.“ — Ég vil vitanlega mjög taka undir það, að þessi till. verði samþykkt.