03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1398 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

209. mál, veð

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt brtt. við frv. Hún hljóðar svo:

„1. gr. orðist svo: Aftan við lögin komi ný gr., svo hljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. laganna er bændum rétt og heimilt að veðsetja bönkum og sparisjóðum að sjálfsvörzluveði einu nafni tiltekna flokka búfjár síns til tryggingar rekstrarlánum, sem veitt eru til ekki lengri tíma en eins árs í senn, og gengur það veð fyrir öðrum síðari veðsetningum búfjár og einstakra gripa.“