22.01.1953
Neðri deild: 55. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í C-deild Alþingistíðinda. (2927)

145. mál, skipun læknishéraða

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég vildi fara fram á það við hæstv. forseta, að það færi fram fyrst atkvgr. um till. n., vegna þess að ef þær verða samþ., þá er frv. orðið breytt og þarf að breyta formi á minni till., enda þótt ég haldi fast við hana, og ég treysti hv. n. til þess að taka till. til meðferðar fyrir 3. umr., ef hennar brtt. verða samþ. nú. Verði þær hins vegar felldar, óska ég eftir, að mín till. komi til atkv.