12.12.1952
Neðri deild: 39. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í C-deild Alþingistíðinda. (3360)

180. mál, tollskrá o. fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Það urðu að vísu nokkrar umræður um þetta atriði hér á þingfundi í gær, en vegna þess, hvað fáir voru þá viðstaddir á fundi, vil ég gjarnan skýra þessa till. mína, en ég bar fram þessa till. um að vísa málinu til fjhn. Tollamál eiga að athugast í fjhn. þingdeilda, og ég benti á það þá, að það mundi þykja einkennilegt, ef t. d. fjhn. færi að flytja frumvörp snertandi iðnaðinn. við skulum segja um iðnfræðslu eða frv. til iðnaðarlaga, og slíkt mál fengi ekki athugun í iðnn. Mér finnst engu skipta, hver flytur þetta mál, það á að fá athugun í fjhn.