13.11.1952
Efri deild: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 937 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

42. mál, verðlag

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Hv. þm. Barð. stakk upp á því, að n. óskaði eftir að taka þetta mál til sín til nýrrar athugunar. Ég svara því, að ég óska ekki eftir því fyrir hönd n. Það hefur nú viljað þannig til, að það hafa komið í umr. tvívegis fram brtt. frá nm., sem hefðu að sjálfsögðu átt að geta látið þær till. sínar koma til umr. í n. á réttum tíma til athugunar, og mér finnst það í hæsta máta óviðkunnanlegt, — ég skal ekki segja um með fyrri till., sem kom, vegna þess að það var um hana fyrirvari í nál. Nú kemur hér till. frá hv. 4. landsk. þm., sem á einnig sæti í n. og tók þátt í öllum umr. um málið og vissi yfirleitt, hvað fyrir n. vakti, og nú kemur hann á siðasta stigi málsins hér í d. með till., sem við vitum ekki nokkurn hlut um hvað er, og ég mun greiða atkv. gegn þessari till., vegna þess að ég veit ekki, um hvað hún er eða hvað hún felur í sér, vegna þess að það hefur ekki verið tækifæri til þess að athuga það og það hefur bersýnilega ekki verið ætlun hv. þm. að láta athuga það.

Varðandi það, sem hv. þm. Barð. sagði um það, að við hefðum sérstaka andúð á till. hans vegna þess, að við hv. þm. N-M. bærum hag kaupfélaganna fyrir brjósti, er það nú sannast að segja, að okkur láðist nú í þessu efni að hugsa nokkuð um kaupfélögin sérstaklega, og ég ætla að upplýsa það, að aðalandstæðingar till. hans á fundum n. voru flokksmaður hans sjálfs og auk þess hæstv. viðskmrh., sem kom á fund n., en aftur á móti hafði t.d. hv. þm. N-M. mjög mikla tilhneigingu til þess að vera með till., en gerði það ekki við nánari athugun, þannig að það verður nú víst ekki sagt, að í þessu máli höfum við verið að reyna að standa vörð um kaupfélögin; það hafa þá aðrir verið að gera, ef þetta er rétt, sem hann segir hér um þeirra vöruverð.

Ég ætla svo ekki að fjölyrða um þetta meira. Ég tel réttast, að málið gangi til atkv., en langar bara til að segja um það, sem hv. þm. Barð. sagði um sína till., að hún verður æ óskiljanlegri, því meira sem hann ræðir um hana, því að það er bersýnilegt, að hann telur allt annað felast í henni heldur en orðanna hljóðan segir til um. Að minnsta kosti gátum við ekki skilið till. öðruvísi en svo, að ef birt er nafn manns fyrir það, að hann hefur haft óhóflega álagningu, þá skuli samtímis og til samanburðar birta nöfn annarra, sem hafa lægsta álagningu á sams konar vöru og það þýðir: sama vöruflokki, sömu vörutegund — á sama tíma. Það er ekkert annað, sem stendur í till. En nú vill hann eiginlega fá allt annað út úr þessu, eins og það sé verið að tala um vöruverð almennt, og meira að segja kom það fram hjá honum núna, sem ég hygg nú kannske að hafi ekki verið meining hans, en illgjarnar tungur mundu túlka svo, að hann mundi ætlast til þess, að till. hans orkaði í þá átt, að ef um væri að ræða mann, sem hefði okrað ákaflega mikið á einni vörutegund, þá gæti hann sloppið við að fá birtingu nafns sins fyrir það, að hann hefði á einhverjum allt öðrum vörutegundum haft lægra verð. Þetta kemur nú ekki fram í till., en þetta var nú núna siðast sá skilningur, sem hann virtist vilja í hana leggja, og hygg ég, að þetta geri það eins ljóst og bara ræður okkar hinna, sem ekki höfum talið till. framkvæmanlega, hversu óframkvæmanleg hún er.