11.03.1954
Neðri deild: 60. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1508 í B-deild Alþingistíðinda. (1835)

79. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv., og leggur n. einróma til, að það verði samþykkt. Það láðist að vísu að geta um það í nál., að breyta ætti 2. gr. frv. þannig, að lögin öðluðust þegar í stað gildi í stað 1. jan. 1954. En ég leyfi mér að leggja fram skriflega brtt. þess efnis.

Frv., þessu samhljóða, var flutt á síðasta þingi af heilbr.- og félmn. neðri deildar, og var það þá flutt í samráði við heilbrigðisstjórnina. Frv. þessu fylgdi þá allýtarleg grg., svo að það mun vera þarflaust að gera nánar grein fyrir tilgangi frv. En ég leyfi mér að leggja fram skriflega brtt. við 2. gr., þess efnis, að lögin öðlist þegar í stað gildi, og óska svo eftir, að frv. verði vísað til 3. umr.