12.04.1954
Neðri deild: 90. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í C-deild Alþingistíðinda. (2418)

165. mál, ríkisborgararéttur

Björn F. Björnsson:

Herra forseti. Ég flutti hér brtt. við frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar á þskj. 807. Var sótt þar um ríkisborgararétt fyrir Oðni Gærdbo klæðskeranema, færeyskan, sem á heima hér í Reykjavík. Nú sé ég, að hv. allshn. hefur tekið þessa till. mína í sínar till., og tek ég því till. aftur, en þakka jafnframt fyrir góða afgreiðslu á þessari till. minni af hálfu allshn.