25.11.1953
Sameinað þing: 19. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (3593)

Verðgæsla, olíumál o. fl.

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Hún skal vera örstutt. Ég þarf ekki nema fáein orð til þess að reka það ofan í þingmanninn, sem hann sagði nú síðast. Ég skora á hann að finna stað í einhverri ræðu minni um kosningabandalagsfrumvarpið, þar sem ég hafi haldið fram, að nú gildi Svíþjóð ákvæði um kosningabandalög. Sá staður er ekki til. (JóhH: Ég hef ekki sagt það.) Veit hv. þm. þá ekki einu sinni, hvað hann segir? Það er sannleikurinn í málinu. Hv. þingmaður veit ekkert, hvað hann hefur verið að segja um þetta mál.