02.11.1953
Efri deild: 13. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1718 í B-deild Alþingistíðinda. (3611)

Fjarvistir þingmanna

forseti (GíslJ):

Áður en fundinum er slitið, vil ég leyfa mér að benda hv. 2. landsk. þm. (BrB) á, af því að hann er mættur hér nú í d., að fresta varð fundi vegna þess, að nægilega margir þdm. voru ekki mættir, og fór þá fram nafnakall, og hann var einn af þeim, sem voru fjarverandi án þess að hafa haft til þess sérstakt leyfi eða gefið um það tilkynningu. Síðar fór nafnakall einnig fram á fundinum til þess að fá úr því skorið, hvort nægilega margir þdm. væru mættir, og þá var hann ekki heldur mættur. Ég vil því mega óska þess, að hann ásamt öðrum þm., sem eiga hér sæti, mæti nægilega snemma við fundarsetningu eða tilkynni skrifstofunni eða forseta, ef einhverjar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, að þeir geta ekki mætt.