02.04.1954
Neðri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Skúli Guðmundsson:

Ég vil benda á það, að þessi till., eins og hún er orðuð, mundi jafnt ná til einhleypinga eins og heimilisfeðra, og það tel ég að ætti ekki að vera, ef einhver slík ákvæði væru sett í lög sem þarna er till. um í þessari brtt. Ég vil enn fremur benda á það, að í frv., sem nú er hér verið að afgreiða, eru viss fríðindi til handa fiskimönnum, vegna þess að það hefur verið erfiðara að fá menn á fiskiskip en til margra annarra starfa. Ef þessi till. væri samþykkt, hefðu þeir engin fríðindi umfram aðra verkamenn, sem gegna störfum, sem auðvelt er að fá menn til, og af þessum ástæðum tveimur segi ég nei.