29.04.1955
Neðri deild: 81. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (1063)

186. mál, togarakaup fyrir Neskaupstað

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af hæstv. ríkisstj. Í því er farið fram á helmild stjórninni til handa til þess að ábyrgjast lán til kaupa á nýjum dieseltogara fyrir bæjarsjóð Neskaupstaðar eða félag, sem stofnað verður þar í kaupstaðnum um rekstur togarans. Ábyrgðin má vera fyrir allt að 85% af kostnaðarverði skipsins, þó eigi fyrir meiri fjárhæð en 81/2 millj. kr. Tekið er fram í frvgr., að ef bæjarsjóður verður ekki kaupandi skipsins, heldur sérstakt félag, þá skuli bæjarsjóður vera í sjálfskuldarábyrgð gagnvart ríkissjóði fyrir þeim skuldbindingum, sem ríkið tekur á síg fyrir félagið í sambandi við kaupin á skipinu. Auk þess er tekið fram í frv., að ábyrgðin sé háð því, að fullnægt sé þeim skilyrðum, sem ríkisstj. setur, þ. á m. um tryggingar, lánstíma og lánskjör.

Fjhn. fékk þetta mál til athugunar, og eins og fram kemur í nál. á þskj. 596, eru allir nm. sammála um að mæla með frv.

Síðan nál. var gefið út, hefur hæstv. fjmrh. lagt fram brtt. um það, að ábyrgðin megi nema allt að 9 millj. kr. Þetta hefur ekki verið rætt sérstaklega í nefndinni, en ég þykist mega fullyrða, að fjhn. geti á það fallizt, að þessi hækkun verði gerð á ábyrgðinni, því að mér skilst, að eftir standi sem áður það ákvæði í frvgr., að ábyrgðin verði takmörkuð við 85% af kostnaðarverði skipsins.

Fleira sé ég ekki að ástæða sé til að segja um málið, en vænti þess, að það verði samþ.