25.02.1955
Efri deild: 52. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (1417)

92. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Frsm. (Jón Kjartansson):

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. benti á það við umr. í gær, að ákvæði 1. gr. kynni að vera vafasamt og ekki heppilegt, þar sem segir, að þar sem ekki næst samkomulag milli barna um, hvert skuli öðlast óðalsréttinn, þá skuli ráða meiri hluti, en ella skeri skiptaráðandi úr. N. fellst á, þegar hún athugar þetta, að þetta kynni að vera óheppilegt ákvæði, getur valdið leiðindum milli barnanna og jafnvel úlfúð. Þess vegna hefur n. borið fram brtt. á þskj. 403, þar sem lagt er til, að þessi orð: „ræður meiri hluti ella“ — falli burt og það verði lagt eingöngu í vald skiptaráðanda að skera úr, ef ágreiningur verður. Ég mæli með því, að þessi till. verði samþ. og frv. þannig breytt afgr.