25.02.1955
Efri deild: 52. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1421)

92. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Hermann Jónasson:

Hæstv. dómsmrh. sannaði vel í þessum orðum, sem hann sagði, að þetta er ekki ótvirætt, síður en svo, því að hann bætti við til skýringar, sem þarf til þess að málið verði skilið eins og hann vill, að það sé skilið samkv. reglunni hér að framan, eða eitthvað þess háttar. Ég lýsi því yfir hér, að ég er einn af þeim mönnum, sem eru alveg tvímælalaust sammála um, að það verði að skilja regluna á þann hátt, og ég vænti þess, að með atkv. allra, sem ekki gera aths., sé lýst yfir, að þannig beri að skilja regluna.

En án þess er enginn efi á því frá mínu sjónarmiði séð, að það er ekki tvímælalaust, eins og kom fram einmitt í orðum dómsmrh.