03.12.1954
Efri deild: 25. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

33. mál, búseta og atvinnuréttindi

Hermann Jónasson:

Þetta litla frv. þarf ekki mikilla skýringa við. Það er borið fram af þeirri ástæðu, að nú eru í lögum ákvæði um það, að íslenzkir ríkisborgarar þurfi að vera búsettir hér í eitt ár til þess að geta öðlazt hér atvinnuréttindi. Það er óþarfi að rekja sögu þessa gamla ákvæðis, sem nú þykir úrelt, og n. er öll sammála um að mæla með því, að þetta frv. verði samþ. og fyrrnefnt ákvæði þar með fellt úr íslenzkri löggjöf.