08.11.1954
Efri deild: 13. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (226)

10. mál, verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna

Forseti (GíslJ):

Mér skilst, að það sé ósk hv. frsm., að málið sé tekið út af dagskrá og umr. frestað, og ósk flm. tillögunnar, hv. 4. þm. Reykv., að svo verði gert. Ég vil verða við þeirri ósk, og þar með er þá málið tekið út af dagskrá, en jafnframt óska ég þess, að hv. form. fjhn. geri allt sitt til þess, að málið verði þá afgr. í dag, svo að það sé hægt að taka það á dagskrá á morgun.