22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (2417)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Þetta mál allt, sem hér er til afgreiðslu, hefur komið það seint fyrir á þinginu, að ekki vinnst tími til að láta allt það, sem hér hefur komið fram, koma fram á þeim vettvangi sem eðlilegt hefði verið í sambandi við afgreiðsluna hjá Sameinuðu þjóðunum á svo þýðingarmiklu máli sem þessu. Þetta mál fékkst ekki sent til utanrmn., svo að það liggja ekki fyrir nein nál. frá henni. Nú vildi ég leyfa mér að beina þeirri ósk og um leið fsp. til hæstv. ríkisstj.. hvort hún mundi ekki senda þær brtt., sem hér hafa nú komið fram, ásamt till. eins og hún verður samþ., til fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. ásamt skýrslu um afgreiðslu málsins í þinginu, þannig að það liggi fyrir hjá fulltrúum Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. hvert álit Alþingis í heild er á þessu máli. Ég álít, að í slíku máli sem þessu væri það ákaflega eðlilegt og sjálfsagt, og get ekki séð, að hæstv. ríkisstj. geti haft neitt við það að athuga, að fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fái að vita skoðun alþm. eins og hún kemur fram í atkvgr. um brtt. Ég vildi leyfa mér að óska þess, að hæstv. ríkisstj. segði okkur það nú, — af því að það verður sent vafalaust nú strax á eftir, — hvort henni fyndist nokkuð við það að athuga.