22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (2418)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Utanrrh. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Út af fsp. hv. 2. þm. Reykv. get ég lýst yfir, að ég mun senda fulltrúum okkar nú strax á eftir niðurstöður Alþ. í þessu máli. Eftir því sem mér skildist, fór hv. þm. fram á það, að allar brtt. væru sendar vestur, en ég mun taka til athugunar, hvort ég tel þess þörf. Ég mun tala við fulltrúa okkar, form. nefndarinnar fyrir vestan, sendiherrann Thor Thors, og segja honum um niðurstöður Alþingis.