16.12.1954
Sameinað þing: 29. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í D-deild Alþingistíðinda. (2473)

118. mál, Norður-Atlantshafssamningurinn

Karl Guðjónsson:

Herra forseti. Ég er samþykkur meginefni till., sem hér kemur til atkv., en get þó ekki látið hjá líða að gera fyrirvara um það, að ég fellst ekki á þau rök, sem færð eru fram fyrir till. í 3. lið hennar, þar sem fram er tekið, að Íslendingar séu nokkurs konar aukameðlimir í Atlantshafsbandalaginu og þess vegna óeðlilegt, að þeir hafi áhrif á, hvað gerist í vígbúnaðarmálum bandalagsins.

Ég lít hins vegar svo á, að á meðan Íslendingar eru meðlimir í Norður-Atlantshafsbandalaginu, eigi þeir rétt á að skipa málum að vild sinni til jafns við þau önnur ríki, sem þar eru, og hafi skyldu til þess að gera það. En þótt ég sé andvígur þeim röksemdum, sem fram koma í 3. lið rökstuðnings þessarar till., þá er ég aðalefni till. samþykkur og segi þess vegna já.