17.12.1954
Neðri deild: 40. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (3311)

Þingfrestun og setning þings að nýju

forseti (SB):

Þá er dagskrá þessa fundar þrotin. En þar sem þetta verður væntanlega síðasti fundur hv. þd., áður en þingi verður frestað, leyfi ég mér að óska öllum hv. þdm. gleðilegra jóla og nýárs, um leið og ég þakka þeim góða og ánægjulega samvinnu við mig sem forseta á því ári, sem nú er senn liðið. Ég árna utanbæjarþingmönnum góðrar heimferðar og heimkomu og læt í ljós þá von, að vér megum allir heilir hittast, er Alþingi heldur áfram störfum á nýju ári.