18.03.1955
Efri deild: 59. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (463)

5. mál, bifreiðalög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil einungis skýra hér frá því, sem fram hefur komið, að ráðuneytið hefur fyrir skömmu skipað nokkra menn til þess að endurskoða bifreiðalögin og umferðarlögin í heild. Og ég tel sjálfsagt, að þetta atriði varðandi dráttarvélar komi inn í þá endurskoðun og að sú n. muni afla sér gagna þeirra, sem hún telur sig þurfa, um löggjöf annars staðar. Af þeim sökum hygg ég, að óþarfi sé fyrir mig að hafa af þessu frekari afskipti á þessu stigi málsins, en ég hef lagt á það áherzlu, að þetta frv. yrði svo snemma til, að hægt væri að leggja það fyrir næsta reglulegt Alþingi.