04.04.1955
Efri deild: 67. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (695)

137. mál, lífeyrissjóður barnakennara

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. N. hefur orðið sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ., og ber fram brtt. á þskj. 534, sama efnis og brtt. þær, sem fram voru bornar við frv. um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ég get látið mér nægja að vísa til þess, sem ég sagði í umr. um það mál hér áðan, og taka það fram, að n. er öll sammála um 2. brtt., að því er varðar rétt fósturbarna og lífeyrisgreiðslur frá slysatryggingunni, en ég er andvígur 1. og 3. brtt. — 1. till. fjallar um að fella niður það ákvæði frv., að iðgjaldsgreiðslum skuli hætt, eftir að greitt hefur verið til sjóðsins í 30 ár, og 3. till. fjallar um að fella niður síðustu gr. frv., að ekki megi halda eftir af lífeyrisgreiðslum til greiðslu opinberra gjalda.