31.10.1955
Neðri deild: 13. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í C-deild Alþingistíðinda. (1908)

70. mál, útsvör

Flm. (Karl Guðjónsson):

Herra forseti. Eins og ég tók fram í framsöguræðu minni fyrir frv. til l. um breyt. á lögum nr. 46 1954, um tekjuskatt og eignarskatt, er það frv., sem hér liggur fyrir, i rauninni sama málið, aðeins svolítið önnur hlið á því, og mun ég þess vegna ekki flytja neina sérstaka framsöguræðu fyrir því.

Þetta frv., sem er um breyt. á lögum nr. 66 frá 1945, um útsvör, er efnislega á þá leið, að atvinnutekjur, sem útsvarsþegn aflar sér með eftir-, nætur- eða helgidagavinnu við störf í þjónustu útflutningsframleiðslunnar, skuli undanþegin útsvarsálagningu. Vitna ég um rök málsins til framsögu minnar fyrir málinu, sem var hér á dagskrá næst á undan.

Ég legg til, að þessu máli verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.