28.03.1956
Efri deild: 104. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (2899)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvort hæstv. forseti sér sér fært að gefa heilbr.- og félmn. nokkurt tóm til að taka fyrir þau mál, sem til hennar hefur verið vísað. Þess hefur verið farið á leit við mig sem formann n. alveg sérstaklega, að reynt yrði að greiða fyrir þessum málum. Þess vegna vil ég spyrjast fyrir um þetta.